Home sweet home
Við komum heim í morgun. Við sváfum ekkert í vélinni á leiðinni heim, vorum að spila og bara voða gaman. Pabbi sótti okkur og keyrði okkur beint á hundahótelið á Arnarstöðum rétt fyrir utan Selfoss til að sækja Talíu. Hún gelti á mig til að byrja með, þekkti mig ekki. Svo áttaði hún sig og flaðraði upp um okkur bæði. Ég var ekkert smá þreytt á leiðinni heim og sofnaði ekki fyrr en um kl. 11 og við sváfum í 5 tíma.
Það var rosalega gaman á ráðstefnunni. Gaman að rifja upp gamlar minningar með Snorrunum og rosalega mikið búst fyrir egóið að heyra að maður hafi haft svona mikil áhrif á líf svona margra, enda hef ég lagt mig alla í að gera dvöl allra sem eftirminnilegasta.
Á sunnudaginn keyrðum við til Vancouver með hóp Almars (12 manna hóp). Í hópnum voru foreldrar gamallrar vinkonu minnar, Höllu. Við vorum að vinna saman á röntgen á Borgarspítalanum 1993 (yes, I'm getting old). Svo var líka yfirmanneskja mín á deildinni, Jóhanna Boeskov í hópnum. Við vorum svo þreytt þegar komið var á hótelið og fengum okkur smá blund áður en haldið var til kvöldverðar hjá Heather Öldu Ireland (nee Guttormsson) í West Vancouver. Útsýnið frá húsinu þeirra var ótrúlegt. Heather sagði við mig að þegar hún gekk inni í húsið fyrst fyrir 30 árum hafi hún sagt við manninn sinn: "Ef við kaupum þetta hús mun ég aldrei biðja um neitt framar." Svo var bara farið aftur á hótelið og haldið aftur til Seattle morguninn eftir og áfram til Minneapolis.
Elena var svo í gráðun áðan og stóð sig mjög vel..... ég er dauð úr þreytu og ætla nú að fara út að borða með Eðnu.
Vinna vinna vinna á morgun.....
Það var rosalega gaman á ráðstefnunni. Gaman að rifja upp gamlar minningar með Snorrunum og rosalega mikið búst fyrir egóið að heyra að maður hafi haft svona mikil áhrif á líf svona margra, enda hef ég lagt mig alla í að gera dvöl allra sem eftirminnilegasta.
Á sunnudaginn keyrðum við til Vancouver með hóp Almars (12 manna hóp). Í hópnum voru foreldrar gamallrar vinkonu minnar, Höllu. Við vorum að vinna saman á röntgen á Borgarspítalanum 1993 (yes, I'm getting old). Svo var líka yfirmanneskja mín á deildinni, Jóhanna Boeskov í hópnum. Við vorum svo þreytt þegar komið var á hótelið og fengum okkur smá blund áður en haldið var til kvöldverðar hjá Heather Öldu Ireland (nee Guttormsson) í West Vancouver. Útsýnið frá húsinu þeirra var ótrúlegt. Heather sagði við mig að þegar hún gekk inni í húsið fyrst fyrir 30 árum hafi hún sagt við manninn sinn: "Ef við kaupum þetta hús mun ég aldrei biðja um neitt framar." Svo var bara farið aftur á hótelið og haldið aftur til Seattle morguninn eftir og áfram til Minneapolis.
Elena var svo í gráðun áðan og stóð sig mjög vel..... ég er dauð úr þreytu og ætla nú að fara út að borða með Eðnu.
Vinna vinna vinna á morgun.....
0 Comments:
Postar um comentário
<< Home