Skapandi skrif
Já, ég skrifa ekki nógu oft, eiginlega til skammar. Er í fullu námi núna í blaða- og fréttamennsku (meistaranám) og það er alveg nóg að gera. Er í smá fríi frá vinnu næstu tvær vikur vegna námsins. Hér kemur smá saga sem ég skrifaði í Skapandi skrifum hjá Karli Ágústi Úlfssyni. Bara smá flipp....
Matur, konur og vín
Þarna sátum við þrjár, borðuðum þriggja rétta kvöldverð og vorum á þriðju flöskunni. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem við sátum þarna, borðuðum góðan mat og drukkum rauðvín, enda nóg af því í þessu fátæka landi. Ekki spillti fyrir að þetta var hræódýrt, að minnsta kosti fyrir okkur, og gátum við því lifað eins og drottningar í eigin ríki í þá fáu daga sem við vorum þarna.
Morguninn eftir vöknuðum við við fyrsta hanagal, bókstaflega. Þrátt fyrir of mikið rauðvín kvöldinu áður vorum við búnar að ákveða að fara á markaðinn í Langatota og Tösku. Dúkurinn sem ég keypti í verslun sem hét því skemmtilega nafni Túrlak reyndist skemmdur þegar heim var komið og ákvað ég því að best væri að biðja konuna sem bjó hinu megin við götuna að gera við hann. Hún er algjör töframaður þegar kemur að saumaskap.
Þarna stóðum við fyrir utan húsið handan götunnar og hrópuðum: ,,Marika, Marika!“ Enginn kom og við dirfðumst ekki að fara inn um hliðið til að banka. Það gerir maður einfaldlega ekki á þessum slóðum án þess að maður vilji eiga von á því að vera étinn lifandi af varðhundi. Eftir að hafa staðið fyrir utan húsið hennar Mariku í um það bil tíu mínútur sáum við henni bregða fyrir í eldhúsglugganum. Hún kom hlaupandi að hliðinu skömmu síðar og bablaði á tungumáli sem var okkur gjörsamlega framandi en við skildum að hún var að segja hundunum að hundskast í burtu, sem þeir og gerðu. Hún vísaði okkur bakatil þar sem inngangur hússins var. Lóðin var alls ekki eins og við eigum að venjast heima á Íslandi, algjört moldarsvað. Hún beindi okkur inn í húsið, greinilega stolt af sínu; sýndi okkur fyrst eldhúsið, sem leit út fyrir að hafa verið yfirgefið svo mánuðum skipti, þvínæst stofuna þar sem mublurnar voru einungis meðfram veggjunum og síðast en ekki síst, svefnherbergið þar sem rúm þeirra hjóna voru sitt hvoru megin í herberginu. Á veggnum í miðjunni var einungis ein mynd, brúðkaupsmyndin. Með fingramáli og einhverju babli sagði hún mér að myndin hefði verið tekin fyrir tuttugu árum. Núna var hún tannlaus og tekin.
Mér var hugsað til hversu notalegt við höfðum haft það kvöldið áður. Nóg af víni, mat og öllu öðru, eitthvað sem Marika hafði ekki nóg af. En hún átti eitthvað sem ég átti ekki, eina fallega minningu, mynd á vegg, það var nóg fyrir hana.
Matur, konur og vín
Þarna sátum við þrjár, borðuðum þriggja rétta kvöldverð og vorum á þriðju flöskunni. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem við sátum þarna, borðuðum góðan mat og drukkum rauðvín, enda nóg af því í þessu fátæka landi. Ekki spillti fyrir að þetta var hræódýrt, að minnsta kosti fyrir okkur, og gátum við því lifað eins og drottningar í eigin ríki í þá fáu daga sem við vorum þarna.
Morguninn eftir vöknuðum við við fyrsta hanagal, bókstaflega. Þrátt fyrir of mikið rauðvín kvöldinu áður vorum við búnar að ákveða að fara á markaðinn í Langatota og Tösku. Dúkurinn sem ég keypti í verslun sem hét því skemmtilega nafni Túrlak reyndist skemmdur þegar heim var komið og ákvað ég því að best væri að biðja konuna sem bjó hinu megin við götuna að gera við hann. Hún er algjör töframaður þegar kemur að saumaskap.
Þarna stóðum við fyrir utan húsið handan götunnar og hrópuðum: ,,Marika, Marika!“ Enginn kom og við dirfðumst ekki að fara inn um hliðið til að banka. Það gerir maður einfaldlega ekki á þessum slóðum án þess að maður vilji eiga von á því að vera étinn lifandi af varðhundi. Eftir að hafa staðið fyrir utan húsið hennar Mariku í um það bil tíu mínútur sáum við henni bregða fyrir í eldhúsglugganum. Hún kom hlaupandi að hliðinu skömmu síðar og bablaði á tungumáli sem var okkur gjörsamlega framandi en við skildum að hún var að segja hundunum að hundskast í burtu, sem þeir og gerðu. Hún vísaði okkur bakatil þar sem inngangur hússins var. Lóðin var alls ekki eins og við eigum að venjast heima á Íslandi, algjört moldarsvað. Hún beindi okkur inn í húsið, greinilega stolt af sínu; sýndi okkur fyrst eldhúsið, sem leit út fyrir að hafa verið yfirgefið svo mánuðum skipti, þvínæst stofuna þar sem mublurnar voru einungis meðfram veggjunum og síðast en ekki síst, svefnherbergið þar sem rúm þeirra hjóna voru sitt hvoru megin í herberginu. Á veggnum í miðjunni var einungis ein mynd, brúðkaupsmyndin. Með fingramáli og einhverju babli sagði hún mér að myndin hefði verið tekin fyrir tuttugu árum. Núna var hún tannlaus og tekin.
Mér var hugsað til hversu notalegt við höfðum haft það kvöldið áður. Nóg af víni, mat og öllu öðru, eitthvað sem Marika hafði ekki nóg af. En hún átti eitthvað sem ég átti ekki, eina fallega minningu, mynd á vegg, það var nóg fyrir hana.
1 Comments:
A ekkert ad blogga bradum ;)
btw eg er komin med nytt email sem er iriscanadian @ gmail.com
Postar um comentário
<< Home