sexta-feira, novembro 23, 2007

Rio de Janeiro - Balcony Bar e Centro

Rio, Rio, Rio!
Hér erum vid enn, sem betur fer. Thad er buid ad vara okkur mikid vid ad borgin se haettuleg. Hofum tekid af okkur alla skartgripi og gongum bara med sma reidufé á okkur, engin kreditkort ef vid komumst upp med thad. Erum líka of hraedd vid ad vera med myndaélina med okkur á hverjum degi. Svo reynir madur bara ad thykjast vita hvert madur er ad fara og fylgjast med folki í kringum sig án thess ad vera ad lata adra taka mikid eftir thvi. Tokum heldur aldrei ut kort úti a midri gotu Vid forum bara mjog varlega, held ad thad skipti mestu máli.

Horfdum a Brasilíu - Uruguay i fyrradag. Spurdum a hotelinu hvar vaeri best ad finna stad nálaegt, langadi ad finna svona lokal stemmningu. Konan i móttokunni sagdi ad besti stadurinn vaeri hinu megin vid gotuna. Thegar thangad var komid opnadi virdulegur madur fyrir okkur dyrnar og vid gengum inn. Haldidi ad thetta hafi ekki verid strípistadur! Eitthvad allt annad i gangi en fótbolti thar a bae. Vid vorum ekki lengi ad snúa vid. Leitudum svo ad stad a Copacabana og fundum einn, Balcony Bar. Settumst nidur vid hlidina á einhverjum Englendingum og eftir smá stund sáum vid ad tharna var ákaflega mikill fjoldi af ótrúlega fallegum ungum konum. Stuttu seinna áttudum vid okkur á thví ad thetta voru vaendiskonur. Vid sátum í smá stund og fylgdumst med en ákvádum svo ad horfa á restina af leiknum á hótelinu. Brasilía vann 2-1.
Thad er svolítid skrítin tilviljun (ef thaer eru thá til) ad ég er akkúrat ad lesa 11 mínútur eftir Paolo Coelho (borid fram gveljó), brasilískur hofundur ef einhver skyldi ekki vita thad. Hun fjallar um brasilíska stúlku sem hefur vaentingar um fraegd en gerist thess í stad vaendiskona. Keypti hana í sumar, byrjadi á henni en komst ekki langt vegna mikillar vinnu. Eg er ekki buin med bokina, en hugsun mín er thegar ordin onnur, get ekki lyst thvi. Hefur eitthver ykkar lesid bókina? Maeli med henni so far alla vega.

I gaer og i fyrradag vorum vid bara ad slaka a, ad mestu vid sundlaugina sem er a efstu haed hotelsins. Vid hofum bara thurft a thví ad hala ad gera thví sem naest ekkert. Stadan er thvi sú núna ad vid erum alveg eins og karfar!! Thetta er alveg hrikalegt. Ég hef aldrei brunnid annars stadar a likamanum en a bringunni en nu er eg brunnin a oxlunum, bakinu, maganum og odru laerinu og odrum kalfanum. Eg er svo flekkótt líka ad thad maetti halda ad eg hefdi verid med hina og thessa hluti ofan á mér. Hef bara enga skýringu á thessu. Addi er núna alveg svakalega brenndur a maganum, bringunni og augnlokunum af ollum stodum!!! Thannig ad... í dag tókum vid okkur frí frá sólbodum og tókum hótel skutluna í midbaeinn. Thad tók 15 mínútur. Vid vissum ekkert hvert vid aettum ad fara en eftir smá lestur sáum vid ad snidugast vaeri ad fara a "Saara Bazar" eda nokkurs konar markad i midborginni. Um er ad raeda óteljandi gotur med budum og básum med ollu milli himins og jardar. Goturnar eru trodnar af folki og allir reyna ad lokka mann inn í búdirnar sínar og sumir reyna ad rétta mida med auglýsingum. Ég keypti mér hvítar gallabuxur og Addi íthróttabol númer fimm eda sex...hehe.. Vid keyptum lika sjóraeningjaútgáfu af nokkrum brasilískum geisladiskum sem verid er ad selja alls stadar.

Eftir ad vid vorum búin ad ganga tharna um í nokkra klukkutíma fengum vid okkur ad borda vid Praça Florina eda eitthvad alíka. Thar voru rosalega fallegar byggingar og mikill minnisvardi, reistur 21. apríl 1910 í tilefni af lýdveldinu Brasilíu sem sleit sig frá yfirrádum Portúgala 1889. Thar stód ótrúlega falleg setning sem vid skrifudum nidur (en erum ekki med nú) sem ég held ad merki eitthvad í thessa átt: "Ástin er upphafid, midjan og endirinn."
Aetludum svo ad taka leigubíl en rákumst á straetó sem á stód Copacabana og hoppudum upp í hann. Miklu ódýrara en ad taka leigubíl og tók bara 5 mínútur! Fyrirkomulagid hjá straetó er adeins annad en heima, thar situr gaur í midjum vagninum sem tekur a móti greidslu og opnar oryggishlid.
Á morgun forum vid í skipulagda ferd til "Favela" en thad kallast fátaektarhverfin hérna. Thetta eiga ad vera mjog oryggar ferdir (hótelin maelti med theim). Fólkid i Favela býr í nokkurs konar skúrum, ekki ósvipad thví sem ég sá í Sudur-Afríku.

Best ad fara ad lúlla, meira sídar.... Fleiri myndir innan thriggja daga...
Adius,
ÁSK & AB