sexta-feira, abril 07, 2006

Loforð og aftur loforð


Já, ég lofaði víst að vera duglegri að skrifa. Það hefur ekki alveg gengið eftir. Það er brjálað að gera eins og venjulega. Er á fullu að klára allt í vinnunni áður en við förum út á þriðjudaginn. Svo þarf ég að klára að klippa sjónvarpsfréttina mína og skrifa 10 bls. ritgerð. Ég er líka að fara að taka rauða beltið í karate á sunnudaginn.
Greyið Addinn er svo veikur heima, búinn að vera veikur síðan á þriðjudagskvöld. Alls ekki gott mál. Ef hann verður ekki orðinn góður á morgun held ég að hann ætti að fara til læknis.
Planið er að skrifa smá ferðasögu á meðan við erum úti. Það er alltaf skemmtilegra að skrifa á ferðalögum, manni finnst ekkert merkilegt að gerast hérna heima.
Jú annars fór á árshátíð Karatefélagsins Þórshamar síðustu helgi. Hef ekki skemmt mér jafn vel í mörg ár. Reyndar varð ég aðeins of full en ég var ekki sú eina. Við létum Birki þjálfara dressa sig upp og taka Silvíu Nótt og Danni og Atli voru Hommi og Nammi. Það var suðrænt þema og ég mætti í Hawaii hula pilsinu. Að sjálfsögðu sló ég í gegn (minnir mig alla vega...hehehe...)

3 Comments:

Anonymous Anônimo said...

loforð og loforð, guð hvað ég skil þig, ég er alltaf að lofa því sama og hvað geri ég? not a god damn thing ;)

en ég verð komin heim rétt eftir páska og ég LOFA (og meina það) að senda þér sms og ætla að hitta þig, þó ekki sé það nema í einn kaffi (hahaha, það gengur aldrei upp, 3 bollar af kaffi, hvítvínsglös eða bjór, endalaust spjall = langur tími) Hlakka til

11:33 AM  
Anonymous Anônimo said...

Hæ skvís
Flott mynd af þér. Greinilega gaman í partýinu ;)
Bestu kveðjur frá Århus
Ina og Bjössi

5:22 PM  
Anonymous Anônimo said...

jå endilega skrifadu ferdasogu :)

8:27 AM  

Postar um comentário

<< Home