Maracanã - upplifun ÁSK
Í gaer fórum vid á fótboltaleik, Flamengo - Atlético PR a Maracanã leikvanginum hér í Rio. Hann er sá staersti í heimi og tekur um 90 thúsund manns. Vid vorum sótt klukkan 3 af einhverri ferdathjónustu, rosalega hot shot gaurar eitthvad. Fleira fólk var sótt í leidinni en vid vorum komin á leikvanginn rúmlega tveimur tímum fyrir leik. Vid possudum okkur á thví ad hafa lítinn pening á okkur og tókum med okkur nesti. Byrjudum á thví ad fá okkur ís. Gaurinn sagdi vid okkur ad thad vaeru 5 ríal stykkid, en svo gat hann ekki skipt strax og kom thví sídar til ad rukka okkur og thá hafdi verdid haekkad upp í 7. Ég var ekki ánaegd og kalladi í einn guide-inn en neyddist á endanum ad borga ansk...bjánanum....Anyways....Leikurinn byrjadi og var bara tvílíkt skemmtilegur, segi ég sem hef hvorki mikid vit á fótbolta eda gaman af honum yfirleitt. Flamengo vann sem sagt 2-0 á heimavelli og vid fognudum ekki minna en Brassarnir. Leikvangurinn var naestum fullur og thad var alveg hreint magnad ad sjá allt thetta fólk. Hittum líka alveg frabaera gaura frá Angola. Hér eru their, munum ekkert hvad their heita...
Thad tók svo nokkurn tíma ad komast út af vellinum en sem betur fer nádum vid ad fylgja hópnum og týnast ekki. Fagnadarlaetin á leidinni voru thvílík! Thegar vid fórum í gegnum gong flautudu allir bílarnir á milljón og thegar allt var stopp hoppudu okumenn og adrir út út bílunum sínum og donsudu og sungu; sumir á bílthokunum. Hittum Svía á leidinni til baka sem hafdi búid á Íslandi fyrir 10 árum sídan. Einhverjir norsarar voru med okkur í bíl líka.
Vid vorum i svo miklu studi thegar vid komum á hótelid ad vid settum ipod-inn í gang og donsudum. Fórum svo á lítinn subbulegan bar hinu megin vid gotuna. Hittum thar tvo Brasilíumenn um fimmtugt. Annar taladi ensku hinn ekki. Ég reyndi thví eitthvad ad babla a Portúgolsku og thad tókst bara ágaetlega held ég. Thessi sem taladi ensku er ad vinna vid eitthvad í tengslum vid frakt á skipum og hefur ferdast til allra Nordurlandanna nema Íslands, en sagdist langa mikid ad fara. Hann kom okkur thvílíkt á óvart thví hann taladi baedi um Vestmannaeyjar og Ísafjord. Svo fóru their (komu svo reyndar aftur thví vid erum svo skemmtileg...hehe..) og vid hittum Svía á eftirlaunum sem hefur búid hér í 2 ár, en bjó ádur í Sviss. Mjog vidkunnalegur, straxx búinn ad senda Adda email. Svo komu tharna tvaer ungar stúlkur og onnur theirra, dokk yfirleitum, lágvaxin en vodvastaelt, var ad búa til eitthvad í hondunum og thví fór ég ad spyrja hana hvad hún vaeri ad gera. Bad hana svo ad búa til fyrir mig armband og hofudnisti. Hun var svo mikil dúlla eitthvad og ég bad um emailid hjá henni. Vinkonan skrifadi thad nidur og sagdi Svíinn ad thad vaeri pottthétt vegna thess ad hún kynni ekki ad skrifa.
Svo fórum vid ad lúlla....
Í dag erum vid búin ad vera ad leita ad thvottahúsi og saumastofu (thurfum baedi ad stytta buxur). Vid sáum hvoru tveggja um daginn en vorum svo snidug ad halda ad vid myndum muna hvar thessir stadir eru. Fundum loks thvottahus og fyrir fulla vél, tvo liti borgudum vid um 700 krónur. Svo var bara allt tilbúid og samanbrotid taepum 3 timum sidar. Gvud hvad ég vildi ad madur thyrfti aldrei ad gera thetta sjalfur. Buxurnar verda svo tilbunar a morgun. Thrennar buxur = 1000 kall.
Á morgun eigum vid ad fara ad heimsaekja Cristo og Sykurfjallid eda hvad thad heitir en erum ekki búin ad fá stadfestingu á tíma....vitum ekki alveg hvernig thetta fer.
Bom Noite - EKKI GLEYMA AD SKODA MYNDIRNAR
0 Comments:
Postar um comentário
<< Home