terça-feira, dezembro 04, 2007

Hálsbólga og heimkoma - Gréta og götufólk - Ferd Íslendinga og Íslendingar í Brasilíu

Já, thá er komid ad thví. Vid erum á forum frá Rio í dag. Aldrei hefdi mér dottid í hug ad ég vaeri ekkert voda spennt fyrir ad fara til Parísar, en svona er thetta. Thad má kalla thetta lúxus leidingaradstaedur, vid hefdum frekar viljad vera hér í tvo daga í vidbót. Sólin sveik okkur í gaer en er komin til ad vera í dag ad thví e virdist, akkúrat thegar erfitt er fyrir okkur ad njóta hennar vegna brottfararinnar. Svo er ég búin ad vera med hálsbólgu sídan í sídustu viku og hef ekki beint sofid vel sídustu naetur. Pirringurinn er sem mestur thegar ég slaka á. Addi er adeins skári í tonnunum sem betur fer, en ekki alveg nógu gódur.
Sídasta kvoldmáltídin okkar var á líbonskum veitingastad, mjog sérstakt. Kvoldid thar ádur fórum vid á franskan stad sem er án efa besti stadur sem vid hofum farid á hingad til. Ég fékk mér lamakjot og thad var ótrúlega gott, ekki sídra en hid íslenska! Verst ad geta ekki bordad neitt af thvi gómsaeta graenmeti sem hér er á bodstólnum. Thorum thvi einfaldlega ekki.

Í gaer ákvádum vid ad gefa gotufólkinu klinkid okkar og ég gaf gotustrák sem var ad leita í ruslafotum sandalana mína. Hann var berfaettur, leit ofan í pokann, tóka sandalana upp, lagdi á jordina og smellti sér í thá. Their voru orlítid litlir en hann brosti, gekk ad naestu ruslatunnu og byrjadi ad róta. Thad er ótrúleg eymd sem madur sér hér inn á milli. Fólk sefur á pappakossum á gotunum, sumir engu. Verst er ad sjá heilu fjolskyldurnar á gangstéttarbrúnunum ad betla. Flestir eru thó ad reyna ad selja eitthvad, en sumir eru einfaldlega of fatladir til ad geta thad, t.d. einn madur sem vid sjáum oft; med spelkur á bádum og tvaer blindar konur sem húma upp vid vegg vid Avenida Copacabana. Um daginn sáum vid svo ungan strák koma hlaupandi thar sem vid vorum ad borda á Bob´s burger. Hann datt á jordina fyrir framan oryggisvordinn (sem eru vid marga stadi hér) og á eftir honum kom brjáladur madur sem á stód Estacione. Strákurinn hélt á steinvolu í annarri hendi og vid fottudum sídar ad um var ad raeda bilastaedavord (sem hér gegna oryggishlutverki í stad thess ad sekta, ólíkt heima) sem thydir ad líklega hafi hann reynt ad brjotast inn í bíl. Madur skilur thad eiginlega, hvad myndi madur sjálfur gera ef madur hefdi ekki neitt, engin taekifaeri. Fólk firrir sig frá thessu og gengur fram hjá án eftirtektar. Aetli thad sé ekki fólgin viss sjálfsvorn í thví, madur yrdi hreinlega midur sín alla daga ef madur hugsadi stodugt um alla thá sem eiga bágt hérna.

Talandi um sorg, thá er mig búid ad dreyma Grétu held ég á hverri einustu nóttu. Hún hefur alltaf verid sprelllifandi nema í eitt skipti. Ég held ad thad sé einhver meiriháttar úrvinnsla í gangi hjá mér. Enginn getur alveg skilid hvernig draumar og undirvedvitundin virkar. Ég hef oft fengid mjog sterka drauma og er stundum berdreymin thannig ad draumar eru mér mjog mikilvaegir. Ég bara elskadi Grétu svo rosalega heitt. Thad er mér naestum óskiljanlegt ad haegt sé ad elska svona litla veru svona mikid. Hún var svo einstok, kenndi manni ad ástin og lífid eru ekki sjálfsogd. Ég er greinilega ekki sú eina sem hugsar svona um hundinn sinn thví ég var ad finna bók sem einhver skrifadi um sinn hund: Marley e Eu. Já hún er á portúgolsku og ég aetla ad lesa hana!

Vid Addi fundum loks leid til ad hafa uppi á Íslendingum hér í Rio, tja...eda allri Brasilíu. Vid fundum um 7 símanúmer og ég reyndi ad hringja í flesta en thad svaradi bara á einum stad og sú manneskja var ekki heima. Algengast virdist vera Joelson-nafnid en ég er ekki viss hvort thad er bara íslenskt. Í Rio er líka Reikdal og Sondahl, en thysku aettarnofnin fundum vid ekki hér (Isl. giftust sumir Thjódverjum). Thad verdur ad reyna betur ad hafa samband vid thetta fólk thegar heim er komid.
Hvad vardar skipulagningu á ferd hingad erum vid endalaust búin ad skrifa nidur punkta, nofn á veitingastodum, ýmis oryggisatridi og vid erum búin ad skoda nokkur hótel, t.d. eitt á Leme í gaer, naestu strond vid Copacabana. Okkur leist nokkud vel á thad!
Best ad ná smá sólarglaetu. Erum búin ad tékka okkur út og tokum hótelskutluna út á voll kl. 16:20

segunda-feira, dezembro 03, 2007

Zoo - Samba Samba og 4 árin okkar

Fyrir sídustu helgi fórum vid í dýragardinn hér í Rio. Vid erum baedi svo miklir krakkar í okkur, elskum dýr og finnst alltaf jafn gaman ad fara í dýragard. Thetta var svolítid aevinýri, tókum straetó en var sagt á leidinni ad svaedid í kringum dýragardinn vaeri haettulegt og best vaeri ad taka leigubíl vid stoppistodina. Vid vissum svo eiginlega ekkert hvada átt vid aettum ad fara í thegar vid komum úr vagninum og gengum ad einhverri bensínstod til ad spyrja til vegar. Ég var ferlega stressud en Addi greinilega ekki. Madur vill ekki líta út eins og túisti en madur er thad samt svo greinilega sama hvad madur reynir. Eftir á séd var thad gardurinn sem vid thurftum ad labba í gegnum sem er haettulegur thvi thar eru svo fáir á ferli. Haldidi ad thad komi svo ekki thessi myndarlegi logregluthjonn, vopnadur byssu í buxnastrengnum sem fylgdi okkur hálfa leid ad dyragardinum. I dyragardinum voru svo nokkrir hópar af skólabornum sem ýmist grétu eda hlógu af spenningi. Ljónynja ein var thvílíkt aest og oskradi hvad eftir annad svo heyrdist um naestum allan dyragardinn. Hef aldrei séd jafn mikid af opum og ég held ad Addi hafi tekid mynd af naestum hverjum einum einasta....hehe... Svo tókum vid leigubíl á hótelid. Thad borgar sig ad spyrja fyrst hvad hann kostar. Lentum nefnilega í thví um daginn thegar vid gengum heim af markadnum vid Copacabana (strandlengjan er long, ég treytt í fótunum og Addi thyrstur) ad taxinn aetladi ad reyna ad rukka okkur um 50 ríal, laekkadi svo nidur í 20, en í raun aetti bíllinn thessa stuttu leid bara ad kosta um 6 ríal. Vid vorum ekki lengi ad fara út úr bílnum og skella á eftir okkur hurdinni.

Fostudaginn 30. nóvember áttum vid svo fjogurrar ára afmaeli!!! Parabéns! Til hamingju til okkar! Thad eru s.s. fjogur ár sídan vid hittumst fyrst. Vid ákvádum í tilefni dagsins ad fara á Samba-kvold í midbaenum og lentum á thvilíkt gódri hljómsveit sem á án efa heima á Listahátíd í Reykjavík. Ekki spurning. Thad leid ekki á longu thar til allir voru farnir ad dansa og engu skipti um aldur. Thetta var bara alveg frábaert kvold!!!

Á laugardaginn hittum vid svo Edson guide aftur í borgarferd. Edson er svo fyndinn...hljódlãti leidsogumadurinn, madur heyrir ekkert hvad hann er ad segja...

Jamm....og svo er theta vist sidasti dagurinn okkar i Rio, í bili vil ég leyfa mér ad segja. Thad er ekki buin ad vera mikil sól en í dag er glampandi sól o 30 stiga hit. Hlokkum ekki beint til ad fara í -3 stiga kulda heima. Hlokkum audvitad til ad sjá alla.